18.1.2009 | 10:51
PENINGAR III
iii Síðsumars byrjuðu Íslenskir togarar að landa fiski í Cux og Bremerhafen, Þjóðverjarnir borguðu þrefalt verð. Vegna þess að stríð geysaði á Norðursjó leyfðu Bretar það að okkar togarar færu um Dönsku sundin og gegnum Kílarskurð svo hægt væri að klára samninginn. Gullfoss var seinasta skipið sem fór, drekkhlaðinn gæruskinnum sem sett voru á land í Stettin. Landsbankinn borgað útgerðarmönnum, þeir svo sínum mönnum, hér á landi byrjuðu hjólin loks að snúast aftur. Kaupendur greiddu fyrir fisk og gærur inn á reikning Landsbankans í Dresdener bank. Sá banki brann upp til agna í fosfóreldi nokkrum vikum fyrir stríðslok. Undir músteinahrúgunni fannst gullklessa sem hann Walther heitinn Kratsch hjálpaði Rússunum við að bræða í hleifa með gastækjum sem hann smíðaði. Aldrei fór eitt einasta Mark til Íslands.Einustu efnislegu gæðin sem komust hingað heim var bjór sem togarakarlarnir tóku með sér , innflutningur á bjór var bannaður, þess vegna er ekkert um hann í hagskýrslum. Bretar og Frakkar voru bandamenn Pólverja og sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Verksmiðjan í Wolfsburg fór að smíða herjeppa, undirvagninn var sami og í VW bjöllu. Ambi Budd í Berlín smíðaði yfirbyggingarnar, Ambi Budd í Chicago hannaði yfirbygginguna á Ameríska herjeppann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.