PENINGAR IV

x IV  Bandaríski herganaiðnaðurinn var settur á fulla ferð, atvinnuleysi fór úr 25% í 3% á nokkrum mánuðum. Bretar urðu fljótlega blankir, það kom ekki að sök Kanarnir áttu góðar prentvélar og prentuðu bara seðla, seðlarnir voru notaðir til þess að borga fólki í hergagnaiðnaðinum laun sem svo bara dreifðust út um þjóðfélagið og settu allt í gang. Það sem kom mörgum á óvart að það var ekkert gull á bak við þessa nýju seðlaútgáfu. Nú kviknaði á perunni, það þurfti ekkert gull ef hægt var að kaupa vörur fyrir seðlana, þá var allt í lagi. Bandaríkin höfðu þá sérstöðu  1945 að þar var allt óskemmt og hægt að framleiða hvað sem var. Nánast allt sem til framleiðslunnar þurfti var til í landinu. Til þess að koma Evrópu aftur í gang var Marshallaðstoðin sett á laggirnar, Bandaríkjamenn störtuðu sinni ágætu prentvél og sendu seðla til Evrópu. Seðlarnir fóru svo til baka aftur sem greiðsla fyrir ýmis tæki og tól sem hinar stríðshrjáðu þjóðir þörfnuðust til að endurnýja sinn iðnað.  Íslendingar þénuðu mikla peninga í þessari seinni heimsstyrjöld og keyptu heilan togaraflota af Bretum. Samningar voru undirritaðir þrem vikum eftir árásirnar á Hirosima og Nagasaki.  Nú hefir það komið í ljós að þetta voru umframbirgðir af herskipum (Naval trawlers). Til að hægt væri að kona eldsneyti um borð í skipin úti á sjó voru þau með olíukyntum gufuvélum sem eyddu þrisvar sinnum meiri olíu en Dieseltogarar.Blómlegur atvinnuvegur fór lóðrétt á hausinn. Hér var komin kreppa árið 1950,Þá um haustið tók Bandaríski flotinn á leigu olíubirgðastöð í Hvalfirði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband