PENINGAR II

  Eitthvað af þessu gulli sem fór frá  Evrópu er talið hafi orðið eftir á Íslandi. Er í því sambandi bent á Þingholtsstræti 29a, Reykjavík og fleiri hús byggð á svipuðum tíma.  Við stríðslok var nánast allt bankagull komið til Bandaríkjanna, þar var hægt að prenta nóg af seðlum, allir kjallarar fullir af gulli. Hjólin snerust hratt. Ný fyrirtæki   voru stofnuð og gefin út hlutabréf sem hækkuðu í verði. Mest spennandi voru fjárfestingafélögin sem keyptu upp önnur félög og sameinuðu, samlegðaráhrifin hækkuðu enn verð hlutabréfanna. Samnefnari alls þessa var Goldman Sachs. Svo rann upp fimmtudagurinn 24. október 1929, dagana á undan hafði markaðurinn í Wall Street verið tregur, menn reyndu að losna við bréf með því að lækka verðið, skriðan fór af stað. Öll hlutabréf lækkuðu, 220 dollarar urðu að tveim. Kreppan mikla var skollin á, allt dróst saman í öllum heiminum   Evrópa var öll í sárum og ekkert lausafé, atvinnuleysi  mikið í Bretlandi og hungursneyð í Þýskalandi. Nazistar  náðu völdum og létu prenta peninga án þess að eiga nokkurt gull, nóg vinna og matur.  Ríkið lét smíða skemmtiferðaskip fyrir verkamenn og þeir gátu lifað eins og milljónerar eina viku á ári. Hinar vikurnar hömuðust þeir við að leggja vegi og byggja nýjar verksmiðjur. Ein verksmiðjan var 1600 metra löng, stál var sett inn í annan endann  og Fólksvagnar út um hinn.  Nazistar náðu undir sig nokkrum ríkjum í Evrópu og réðust svo inn í Pólland 1. september 1939.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband