13.4.2009 | 08:06
HEIÐUR
Með einhverjum dularfullum hætti varð ég félagi í Sjálfstæðisflokknum. Sennilega hefir það orðið vegna þess að pabbi minn tilheyrði s.k. flokksbroti Gunnars Thoroddsen. Vegna þessa gekk ég í Verkalýðsskóla flokksins og lærði þar margt gagnlegt. Nokkrum árum síðar var skólastjórinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir fjársvik, hann er ennþá að vinna fyrir flokkinn. Mál Árna Johnsen þekkja flestir.
Björgólfur Guðmundsson var dæmdur fyrir þjófnað í Hafskipsmálinu.
Svo var honum seldur landsbankinn fyrir slikk.
Nú segir sá mæti maður Björn Bjarnason að heiður flokksins sé meira en 55 milljóna virði.
Þá spyr ég: Hvaða heiður, er hann ekki horfinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2009 | 21:33
Framsókn
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi í Aðalstræti hitti Guðmund kosningastjóra Frjálslynda F. Í tal barst auglýsingaherferð Framsóknar sem samkvæmt útreikningum sérfræðinga átti að kosta hundruðir milljóna, áberandi mikið meira en hjá öðrum framboðum. Guðmundur fullyrti að nokkur stór fyrirtæki væru með þetta inni í sínum auglýsingapakka og útkoman átti að vera sú að F.F. borgaði bara örlítið af raunverulegum kostnaði auglýst fyrir 200 millj. 90% afsláttur. Útkoman 20 milljónir í auglýsingakostnað styrkir 20 milljónir. Heildarkostnaður vegna kosninga í bókhaldi 40 milljónir. En var í raun og veru 220 milljónir ef engin hefði afslátturinn verið. Ef F:F hefði aeins notið afsláttar vegna eigin viðskipta hefði þetta e.t.v. orðið 120 milljónir. Svona heitir að njóta viðskiptavildar öflugra bandamanna og hún ekki bókfærð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 11:12
SUKK
xx
Seint á áttunda áratug seinustu aldar var DAGBLAÐIÐ að hasla sér völl, eitt af því sem blaðið tók á var fjármálamisferli. Björgólfur Guðmundsson var þá framkvæmdastjóri í dósaverksmiðju. Þegar ekki voru peningar í kassanum gaf hann bara út gúmmítékka en vinur hans úti í bæ gaf út annan gúmmara á Björgólf. Þriðji maður gaf svo út gúmmara á vin Björgólfs. Svona var kallað keðja. Sigurbjörn í Klúbbnum var búinn að prófa þetta og lenti á Litla Hrauni.Þegar bankinn stoppaði keðjuna, stoppaði dósaverksmiðjan og Björgólfur varð atvinnulaus. Fljótlega fékk hann svo vinnu hjá HAFSKIP, þar var þá aðalmaður Magnús Magnússon frá Höskuldarkoti. Einhverjir fundu út að Maggi hafði keypt skipafélagið fyrir peninga sem voru á leið til Reykjavíkur en komu bara við þarna í HAFSKIP. Magnús var kærður til lögreglu, rétt fyrir jól og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót. Til að komast heim yfir jólin, ákvað hann bara að hætta. Björgólfur varð svo forstjóri, lenti í verkfalli og taxtahruni. Hafskip fór á hausinn og löng málaferli sem enduðu með því að Björgólfur var dæmdur til nokkra mánaða fangelsisvistar fyrir að hirða öll verðbréf (Víxla, ávísanir og skuldabréf) sem hann fann á skrifstofu HAFSKIP áður en ann gekk út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 10:34
BESSASTAÐABÓNDINN
Þegar Bandaríski herinn kom til Íslands 1941 var hér allt morandi í lús.
Með samstilltu átaki hers og heilbrigðisyfirvalda var lúsinni útrýmt á nokkrum mánuðum.
Ekki virðist árangur þessa útrýmingarátaks hafa komist inn í skýrslur í Pentagon því þegar herinn kom aftur 1951 var gefin út skipun, þess efnis að landhermenn skyldu burstaklipptir tvisvar í mánuði, flughermenn klipptir mánaðarlega og sjóliðar snoðaðir. Í varnarsamningnum var ákvæði þess efnis að ekki skyldi flytja ónauðsynlegt vinnuafl til landsins. Þetta var heljar mikið verkefni og ekki fyrir alla að ráða við. Einhver benti á Grím rakara á Ísafirði hann var nú vanur að fást við fulla sjómenn og svoleiðis lið.
Grímur flutti því suður og byrjaði að klippa heilan her ásamt lærlingum sínum.
Við fyrstu útborgun skildi Grímur ekkert í því hvað var mikið af aurum í umslaginu, þegar að var gáð kom í ljós að samkeppniseftirlitið bandaríska bannaði undirboð og Grími var því greitt samkvæmt meðaltaxta rakara á austurströnd Bandaríkjanna. Klippa heilan her í uppmælingu þýddi eiginlega sexfalt kaup. Af því Grímur kunni að fara með peninga datt honum í hug að senda Óla son sinn til útlanda í skóla, aurarnir komu jú frá útlöndum.
Þegar Óli kom svo til baka var hann orðinn hálfgert goðmenni. Eftir viðkomu í nokkrum stjórnmálaflokkum endaði hann svo á Bessastöðum. Nú erum við komin í hálfgerð vandræði með Davíð og eina leiðin til að losna við hann úr Seðlabankanum er að bjóða honum Bessastaði. Sumir hafa sagt að Davíð kunni ekki nóg í hagfræði, en hann benti sjálfur á í þingræðu að það væri erfitt að lifa af á lágum launum það hefði hann reynt sjálfur. Svo er sagt að hann kunni ekkert í hagfræði, það er ekki rétt. Eftir grunnnám hjá mömmu sinni fór hann í framhaldsnám hjá honum Óskari í Sunnubúðinni og svo hjá Svavari Gests. Komust báðir þessir menn í ágætar álnir þó ekki væru þeir langskólagengnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 10:05
DAVÍÐ
Ólafur Ragnar situr út á Bessastöðum og bullar svo mikið að Frú Dorrit ofbýður.
Nú er til grein í Almennum hegningarlögum sem fjallar um brot í opinberu starfi. Eitthvað er þar minnst á mútur. Getur verið að einhver hafi mútað Dr. Ólafi? Mig minnir að honum hafi verið boðið að skoða Gúlagið og svo á fótboltaleik hjá manninum sem átti fótboltaliðið.
Á ekki bara Davíð Oddsson að verða næsti forseti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 10:31
KAUPLEIGUFÖT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 13:37
LÖGGURAUNIR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 11:27
ÓREIÐUMENN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 08:16
JAFNRÉTTI
Samkvæmt stjórnarskránni eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum, er það svo, nei. Sá er þetta ritar þekkir héraðsdómslögmann sem vinnur fyrir sér sem framreiðslumaður á veitingahúsi. Þegar þessi lögmaður mætti fyrsta daginn í háskóla Íslands var búið að taka frá einkaborð fyrir alla sem hétu t.d. Thorarensen, Thoroddsen, Stepensen, Johnsen,Kvaran, Finsen, Tuliníus, Arnesen, Möller. Þeir sem voru bara synir eða dætur einhverra máttu sæta því að vera fimm saman um hvert borð. Svo þegar lögfræðingurinn ungi mætti til starfa mátti hann sæta því að vinna öll störf fyrir mann nokkurn sem heitir Líndal, meðan sá herramaður lá í símanum og spjallaði um hesta við eitthvert fólk. Eftir fimm ár var lögfræðingurinn orðinn leiður á þessu hestakjaftæði og fékk sér vinnu í banka. Í bankanum var hann látinn vinna fyrir manni sem heitir Briem, sá var með jeppadellu og bullaði allan daginn um einhver dekk og upphækkanir. Eftir að hafa hlustað á þá vitleysu í fimm ár fékk lögfræðingurinn sér vinnu í sjoppu og svo skömmu síðar á veitingahúsi þar sem kaupið var heldur hærra en í bankanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 08:52
RAUÐI KROSSINN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)