KAUPLEIGUFÖT

Einu sinni var hann Guðjón byggingameistari alveg kominn á rassgatið. Þá gerði hann Reykjavíkurborg tilboð í að byggja fyrir borgina heljarstórt hús. Til að bjarga lausafjárstöðunni hafði hann bara uppsteypuna dýra en innréttingarnar billegar. Svoleiðis fékk hann fullt af peningum í reksturinn. Svo fór hann að byggja verslunarmiðstöð, þegar hún var tilbúin voru allir aurarnir búnir og hann átti engin góð föt til að vera í við vígsluna.  Guðjón fór þá bara til Sævars Karls og keypti hjá honum flott föt á kaupleigu.  Guðjón er af þekktri ætt fjármálamanna. Menn eins og Guðjón þarf að virkja núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband