14.2.2009 | 10:05
DAVÍÐ
Nú eru margir að hnýta í Davíð Oddsson, hann er hundeltur af athyglissjúkum blaðamönnum og verður að leika James Bond til að sleppa frá þessu liði. Í lok fyrri heimstyrjaldar var svo mikil eftirspurn eftir byggingalóðum að ekki var hægt að anna henni. Svo varð Davíð borgarstjóri 1982 og hann dreif í að láta skipuleggja Grafarvogshverfið og allir fengu lóðir, sama hvar í flokki þeir voru. Lóðaskorturinn hafði m.a. orsakað það að duglegasta fólkið keypti kartöfluskúra í Kópavogi og fór svo að byggja sér hús í kartöflugarðinum. Svo varð Davíð Forsætisráðherra, lét hann setja upplýsinga og stjórnsýslulög. Embætti Umboðsmanns Alþingis varð að veruleika. Við fengum aðild að samstarfi Evrópuríkja og Íslensk alþýða gat farið að nota kreditkort í útlöndum eins og ,,fína fólkið.
Ólafur Ragnar situr út á Bessastöðum og bullar svo mikið að Frú Dorrit ofbýður.
Nú er til grein í Almennum hegningarlögum sem fjallar um brot í opinberu starfi. Eitthvað er þar minnst á mútur. Getur verið að einhver hafi mútað Dr. Ólafi? Mig minnir að honum hafi verið boðið að skoða Gúlagið og svo á fótboltaleik hjá manninum sem átti fótboltaliðið.
Á ekki bara Davíð Oddsson að verða næsti forseti?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.