LÖGGURAUNIR

 Nú er hann Björn Bjarnason að hætta sem dómsmálaráðherra, þegar hann tók við endurskipulagði hann lögregluna. Afleiðingar þess voru þær að banaslysum í umferð fækkaði úr ca 24 á ári í 12, það eru því nokkrir tugir Íslendinga sem eiga Birni beinlínis líf að launa. Bjarni faðir Björns var Borgarstjóri í Reykjavík, fyrsta daginn sem hann var í því starfi tók hann eftir því að starfmenn Borgarskrifstofunnar voru að tínast inn alveg til klukkan tíu um morguninn.Bjarni vann áfram eftir lokun og þegar allir voru farnir heim tók hann stóla slóðanna og setti þá inn á sína skrifstofu. Svo þegar fólkið fór að týnast inn næsta morgunn fundust ekki stólarnir og þurfti að sækja þá inn til Borgarstjórans.  Um miðja  viku voru allir farnir að mæta á réttum tíma.Nýlega skipaði Björn, Pál Winkel í embætti fangelsismálastjóra. Nú eru einhverjir að gera athugasemdir við þessa skipun og benda á að Páll þessi hafi fengið áminningu fyrir að hafa verið á rúntinum að skoða stelpur, í vinnutíma og á lögreglubílnum. Það var fyrir mörgum árum þegar lögreglumenn voru ráðnir eftir líkamsburðum og sundkunnáttu að einn sem kallaður var Jói sterki gerðist lögreglumaður. Yfirmenn í notuðu Jóa í sendiferðir á lögreglubílnum en svo var hann kærður fyrir að flytja rauðmaga með sírenu og rauðum ljósum, vestur í bæ.Þá var Jói settur á mótorhjól ( hámarkshraði var 25 km/kl.st.).Dag nokkurn þegar hann er að ,, patrúlera” á Miklubrautinni sér hann stóran Amerískan bíl á rúmlega 30, Jói renndi sér upp að bílnum opnaði hurðina og kallaði inn: Mér þykir þú aka nokkuð greitt maður minn. Lukkan var ekki með Jóa þennan dag, því þetta var forseti borgarstjórnar sem var að ræða við einhverja konu og hafði þess vegna ekki tekið eftir Jóa sterka.   Forsetinn vildi að Jói yrði rekinn, en Lögreglustjórinn vildi það ekki, sagði að þetta hefði verið óhefðbundin lögregluaðgerð sem hefði átt að beita við þessar aðstæður.Til að ná lendingu í málinu var Jói sterki sendur austur á Litla Hraun og gerður að fangaverði þar sem hans miklu burðir komu að góðum notum.Það er því ekkert nýtt að lögreglumenn séu sendir austur á Hraun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband