17.1.2009 | 15:00
PENINGAR I
Peningar hafa verið í umræðu að undanförnu. Fyrstu heimildir um mótaða peninga eru 2500 ára gamlar. Peningarnir voru mótaðir úr góðmálmi, búin voru til myntkerfi og vörur fundu sitt verð á markaði. Menn hafa alltaf verið hræddir um peningana sína því þurfti að hafa traustar geymslur. Gullsmiðir byrjuðu því á að geyma peninga og gáfu út staðlaðar kvittanir. Svo var byrjað að nota þessar kvittanir í viðskiptum, góðmálmurinn var bara í geymslunni hjá gullsmiðnum.Peningaseðillinn var kominn til sögunar.Smátt og smátt urðu sum gullsmíðaverkstæðin að bönkum.Gyðingar hafa lengi verið góðir handverksmenn og gullsmiðir, tengdust þeir því fljótt bankastarfsemiÖll alvöru bankaviðskipti í Saana höfuðborg Yemen eru gegnum gullsmiði.Fyrri heimstyrjöldin raskaði öllu jafnvægi í viðskiptum, gullið streymdi frá Evrópu til Bandaríkjanna sem greiðsla fyrir vopn. Þýski kafbáturinn Bremen er talinn hafa sokkið, drekkhlaðinn gulli djúpt suður af Dyrhólaey.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.