REYKJABORG VI

vi    Kafbáturinn Torbay var smíðaður í Chatham hann var 84 m. langur með tveim 2500 ha Diesel vélum og 2 x 1450 ha rafmótorum til notkunar neðansjávar. Fjörtíu og átta manna áhöfn var á bátnum.Þjóðverjar gerðu loftárás á skipasmíðstöðina í nóvember 1940 svo afhending bátsins drógst þar til í janúar 1941, báturinn var vopnaður sextán tunduskeytum, fjögura tommu fallbyssu sem var í turninum og þremur Lewis vélbyssum til loftvarna. Vegna þess hve Lewis byssurnar voru bilanagjarnar var sett Svissnesk Oerlikon lftvarnabyssa í bátinn árið 1942.  Antony Miers var yfirforingi á bátnum í upphafi, næstráðandi var Paul ChapmanOg hefir hann skrifað sögu af veru sinni um borð í Torbay og heitir hún SUBARINE TORBAY. Í bókinni eru myndir af áhöfninni og virðist hún öll hafa verið vel sjóuð þegar hún var skráð á Torbay. Samhæfing áhafnarinnar fólst í skotæfingum við Thamesósa og svo var lagt upp í fyrstu ferðina 6. mars 1941, vegna þess að Chapman lenti í sóttkví gat hann ekki farið með og segir því ekkert frá þessari ferð í bókinni að því undanskildu að N-79 átti að fylgja skipalest til Halifax.  Kl. eitt aðfaranótt 22. mars leggur Torbay af stað frá Clyde til Alexandríu í Egyptalandi þaðan sem báturinn var gerður út þar til í maí 1942.Torbay herjaði mest á Eyjahafi og sökkti þar fjölda skipa auk þess að bjarga samveldishermönnum frá eynni Krít og  flytja strandhöggsmenn til Afríku.Bátnum fylgdu einn eða tveir strandhöggsmenn (mariners) sem voru á vélbyssunum m.a. vegna þess hve vanir þeir voru að vinna með vélbyssum og lagnir við aðkoma þeim í gang þegar þær klikkuðu. Fyrsta herförin frá Alexandríu hófst 28. maí og voru í þeim leiðangri sökkt tveim olíuskipum, tundurspilli, skonnortu og þremur seglbátum (caique).Seglbátarnir voru svipaðir á stærð og íslenskir vertíðarbátar, voru þeir taldir vinna við flutninga fyrir Þýska hernámsliðið. Áhafnir seglskipanna voru oftast (ein undantekning) skotnar með vélbyssum og skipunum sökkt með fallbyssuskotum. Ef fallbyssan var biluð eða skotfæralaus var gengið frá skipunum með vélbyssuskothríð eða lítilli TNT sprengju (1,25 lb). Lýsingar Chapmanns á þessu öllu eru líkar lýsingum Íslendinganna sem sluppu lifandi frá árásunum í mars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband