REYKJABORG II

ii Dagbókarkafi U 552 er fjallar um Reykjaborg er svona :" Síðla dags kom skipherrann auga á skipsmöstur úti við sjóndeildarhring í sjónpípu sinni. Virtist honum fara u.þ.b. 1000 lesta skip sem sigldi í krákustígum í s.a. átt.Samkvæmt leiðarbókinni:  Kafaði þremur og hálfri kl.st. síðar eða kl. 20.05 að Þ. tíma og hafði þá í sigtinu skip sem kafbátsforinginn taldi vera um 1000 lestir og vopnað stutthleyptri fallbyssu. Kl. 20.52 skaut báturinn einu tundurskeyti að skipinu en það sprakk ekki (1). Kveikt var á siglingarljósum skipsins sem þó virtust deyfð. Kl 21.15 kom kafbáturinn úr kafi og hóf eftirför. Tungl óð í skýjum og fylgdi kafbáturinn eftir í öruggri fjarlægð án þess að til hans sæist. Klukkan 23.14 sótti báturinn hratt í átt að skipinu og foringinn gaf skipun um að skjóta að því með fallbyssu kafbátsins,  loftskeytamaðurinn fékk skipun um að fylgjast með neyðarkalli. Fyrsta skotið reið af á 800 m færi. Annað skotið hæfði mastrið sem féll við og þar með talstöðvarloftnetið (3). Við þrija skot bilaði byssan og gaf þá foringinn mönnum sínum skipun um að beita 20 mm loftvarnarbyssum kafbátsins til að áhöfninni yxi kjarkur og reyndi að flýja eða berjast (4). Var nú skothríðin látin dynja á skipinu og brátt komst fallbyssan í lag aftur þó ekki væri hægt að hleypa af henni sjálfvirkt.Hittu kafbátsmenn illa með henni sökum veltings (5).Við tíunda skot úr fallbyssunni sáu kafbátsmenn hvar eldur gaus upp á miðju skipinu. Breytti kafbátsforinginn nú um stefnu en vélbyssurnar héldu áfram að ausa skotum yfir skipið og hæfðu gufuketilinn svo það stöðvaðist (6). Gat kafbátsforinginn þess í leiðarbók sinni að meðan á árásinni stóð hefði áhöfn skipsins ekki beitt fallbyssunni í skut þess (7). Brátt biluðu báðar vélbyssur kafbátsins og stðvaðist skothríðin við svo búið. Þá er þess getið að skipið hafi sokkið um kl. 23.40. (8)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband