28.9.2007 | 06:14
LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ
Síðastliðinn áratug hefir Sigurður Grétar Guðmundsson skrifað pistla um pípulagnir í Fasteignablað Morgunblaðsins. Pistlar þessir eru eitt mest lesna efni í blaðinu og hafa vakið marga til umhugsunar um það sem betur mætti fara í pípulögnum hér á landi. Til þess að bæta menntun lagnamanna var reist í Keldnaholti lagnakerfamiðstöð og í hana sett mikið af alls kyns búnaði sem ýmsir framleiðendur úti í hinum stóra heimi gáfu Íslendingum. Þarna uppi í Keldnaholti er líka Borgarholtsskóli sem kenndi lagnamönnum sín fræði og handverk. Af einhverjum dularfullum orsökum hefir nú öll menntun pípulagningamanna verið flutt til Hafnarfjarðar og þurfa nemendur þaðan nú að ferðast fjórtán og hálfan kílómetra, gegnum tvö sveitarfélög til þess að sækja tíma í Lagnakerfamiðstöðinni. Nú hefir það frést að Háskólinn í Reykjavík eigi að yfirtaka miðstöðina og hún verði flutt niður í Nauthólsvík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 04:44
LANDNÁM III
Möguleikar Reykjavíkur til þess að stækka eru upp til heiða eða út á sjó. Landfyllingar í Skerjafirði gætu orðið álíka að flatarmáli og Breiðholtið. Svona fyllingar gætu orðið svona eins og sambland af Feneyjum og Amsterdam kostur þessa fyrirkomulags umfram það að fara upp í fjöllin, er að allir flutningar yrðu á láréttu landi. Kostnaður við fyllingar innan skerja gæti orðið 50 milljónir á hektara þannig að pakkinn yrði á ca 30 milljarði. Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar framfarir í hafnargerð þar sem við er að kljást öldur sem koma óbrotnar að ströndinni. Íslendingar eru nú taldir með þeim fremstu í heiminum á þessu sviði. Sá er þetta er þó ekki alltaf sáttur við framgöngu þeirra sem við þetta fást, þeir mættu gjarnan vera minni kerfiskallar. En góðir samt. Valkostur á móti stækkun Reykjavíkur út í sjó er að styrkja byggð á Árborgarsvæðinu. Hefir það ýmsa kosti s.s.:
Hægt að gera stóran flugvöll með litlum tilkostnaði.
Vega og gatnagerð auðveld.
Mikið af byggingaefni er til á svæðinu.
Allt lárétt land.
Styttri og betri siglingaleið til Evrópu. (Wilson Muuga)
Lítil eldri byggð fyrir.
Engar klappir sem þarf að sprengja.
Styrking byggðar á svæðinu yrði með því að setja þar niður stóriðju og fullvinnslu sjávarafurða svo t.d. eitthvað annað t.d. rafbílaverksmiðju .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2007 | 12:35
LANDNÁM II
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2007 | 07:01
LANDNÁM I
Flestir trúa því að Ingólfur Arnarson og Frú Hallveig hafi verið fyrstu landnámsmennirnir frá Noregi sem settust að á Íslandi. Til er saga um öndvegissúlur sem ekki er trúverðug. Víkingarnir fóru um hafið á knörrum sem ganga 16 hnúta ef vindur er meiri en 6 vindstig. sem segir að þeir hafi komist frá Færeyjum til Íslands á tveim sólarhringum. Ef skipin skemmdust voru þessum mönnum allar bjargir bannaðar. Vegna þessa urðu víkingar að setja sig niður þar sem hafnarskilyrði eru góð. Í Reykjavík eru afbragðs hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi. hægt var að fleyta skipunum upp lækjarósinn á flóði og upp í tjörn þar sem þau voru örugg yfir veturinn. Landgæði voru veruleg á staðnum s.s. beitiland, birkiskógur, laxveiði, mýrarauði og heitt vatn til þvotta. Írar sem komu hingað út sigldu á kúðum sem voru ekki eins viðkvæmir fyrir hnjaski og knerrirnir. Írarnir gátu því hæglega sest að við suðurströndina þar sem hægt var að draga kúðana upp í árósa. (kúðafljót). Reykjavík var fyrsti staðurinn sem Ingólfur kom að þar sem hægt var að geyma skip svo fyllsta öryggs væri gætt. Þegar Danir fóru í það um 1750 að hjálpa Íslendingum var Reykjavík ennþá einn af fáum stöðum á landinu þar sem voru afbragðs (e.t.v. sá besti) hafnarskilyrði fyrir seglskip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 04:19
SKIPULAG
Þegar skipulag er unnið þurfa þeir sem við það fást að horfa vel fram á veginn. Fyrir löngu var lögð Hringbraut um Reykjavík. Þeir sem áttu erindi í aðra borgarhluta áttu greiða leið út á brautina og gátu farið þangað sem þeir áttu erindi án þess að trufla mikið þá sem inni í borginni voru. Rétt utan þessarar hugsuðu Hringbrautar var reist, fyrir hundrað árum, gasstöð þar sem nú stendur lögreglustöðin við Hlemmtorg. Vísustu menn þess tíma töldu að gasstöðin gæti staðið þarna í hundrað ár án þess að verða fyrir. Við Rauðarárstíg átti að vera járnbrautarstöð og átti járnbrautin að liggja um Þrengsli austur fyrir fjall. Byltingar í atvinnuháttum og styrjaldir breyttu þessu öllu og var gasstöðin rifin um 1960. Nú fyrir nokkrum dögum fórst maður í umferðarslysi á veginum milli Hveragerðis og Selfoss. Sá ágæti maður, Sýslumaður Árnessýslu, hefir bent á að þarna þurfi að vera vegur með tveim aðskildum akbrautum. Því ekki að vera aðeins á undan og leggja Hringbraut um Árborgarsvæðið. Tengja saman með tvöfaldri braut, Eyrarbakka, Selfoss, Hverageði, Þorláksöfn og Eyrarbakka svo samgöngur verði greiðari milli staða. Reykjavíkurflugvöllur var endurgerður fyrir fáum árum. Hringbraut um Árborg er í malbiki og magni jarðefna u.þ.b. tvöföld endurnýjun flugvallarins. Þetta segir að kostnaður við brautina verður 4-5 milljarðir þegar hagkerfið er aðeins farið að kólna. Þegar þessi braut hefir verið lögð má tengja hana við Þrengsla og Hellisheiðarveg með þeim hætti að á þeim verði einstefna og sleppa allri tvöföldun uppi á heiðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 06:31
TVÖFÖLDUN
Nú um helgina varð árekstur í Kömbunum. Nokkrum dögum áður fórst maður í umferðarslysi á veginum milli Selfoss og Hveragerðis. Mikið er talað um að tvöfalda veginn yfir Hellisheiði. Þegar að er gáð kemur í ljós sá vegur er eiginlega þegar tvöfaldaður. Ef farið er til Reykjavíkur úr mýrinni sunnan við Selfoss er jafn langt til Reykjavíkur hvort sem farið er um Þrengsli eða Hellisheiði. ef sett er einstefna á heiðina og Þrengslaveginn er nú eiginlega komin tvöföldun á hvoru tveggja. Tiltölulega ódýrt er trúlega að tvöfalda hringbraut um bæina í Árnessýslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 05:28
Mengun II
Fór út í Nauthólsvík í gær. Sá þar framkvæmdir vegna bygginga Háskólans í Reykjavík. Ekki fannst þar mengunin sem sagt var frá í fréttum. Þetta virðist því hafa verið stormur í vatnsglasi eða tebolla því Bretar réðu þarna ríkjum í byrjun. Verktakafélagið Hólmgarður sá að verulegum hluta um gerð Reykjavíkurflugvallar. Annar aðaleigenda félagsins var Gunnar Bjarnason seinna skólastjóri Vélskólans. Gunnar lenti vandræðum út af einhverjum látnum mönnum sem unnu við flugvallargerðina og fengu tímakaup. Haustið 1962 var vegna mikilla síldveiða skortur á nemendum í skólann hjá Gunnari, hann brá þá á það ráð að auglýsa eftir nemendum í Útvarpinu og sagði að próf úr R1 í Vélskólanum gilti sem inntökupróf í tækniskóla á Norðurlöndunum. R1 varð síðar Tækniskóli Íslands, sem svo varð hluti af Háskólanum í Reykjavík. Olía sem lekur ofaní jörðina flýtur á jarðvatninu, ef hún kemst ekki svo langt niður gufar hún upp á löngum tíma. Eða oxast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2007 | 09:33
Mengun
MENGUN
Haustið 1940 hóf, Konunglegi Brezki Flugherinn frakvæmdir við gerð eldsneytisbirgðastöðvar við Reykjavíkurflugvöll.
Stöðin stóð undir Öskjuhlíð og voru birgðargeymar hennar sprengdir inn í hlíðina.
Eldsneytinu var landað í geyma sem tilheyrðu olíustöð Shell við Shellveg (nú Skeljanes). Frá Shellstöðinni var eldsneytinu dælt um 4" rör sem lá undir flugvöllinn og upp í birgðageymana í hlíðinni. Vegna hæðarmunar á geymunum olíustöðvar Flughersins var hægt að fylla á benzínflutningabíla þó flugvöllurinn yrði rafmagnslaus vegna hernaðarástands. Eldsneytisbirgðastaða flugherja bandamanna var með þeim hætti á stríðsárunum að ekki er líklegt að mikið hafi lekið niður í jörðina. Strax eftir stríðslok tók Olíufélagið stöðina á leigu og var dreift þaðan eldsneyti liðlega tvo áratugi. Útbúnaður sem var í stöðinni benti til þess að þar hafi verið geymdar neyðarbirgðir af svartolíu fyrir herskip. Þessi aðstaða getur skýrt það að Íslendingar gátu árið 1947 farið að reka togara sem voru nánast eins og sumir kafbátaspillar Brezka flotans (NAVAL TRAVLERS).
Olíufélagið heitir nú N1, það á þessa olíu sem er þarna í jörðinni og ber því að taka hana ef hún er fyrir einhverjum.
Eignarétturinn er nefnilega friðhelgur eins og flestir vita.
Vatn rennur niður í móti alveg eins og olía. Olía úr jarðvegi sem fluttur er á Hólmsheiði getur borist með jarðvegi niður í Hólmsá en ekki í Gvendarbrunna. Sá sem gæti mögulega skaðast á þessu bauki er því Stangaveiðifélagið. Ef Stangaveiðifélagið ræður ekki við málið, kemur til kasta Norður Atlandshafs Laxveiðiráðsins, en þar er lykilmaður Karl Bretaprins. Svo þar með er málið eiginlega komið í hring.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 09:23
Keflavík 1962 IX
Á landstíminu daginn áður höfðum við útbúið heljar trossu af gólfdreglum og skítugum fötum sem við hengdum aftaní bátinn, þetta varð allt tandurhreint þótt ekkert væri þvottaefnið. Þegar við höfðum þrifið vildum við Þröstur kaupa rjómatertu, en það vildi Villi ekki, sagði að það væri bara froða, á þessum degi væri keypt söngvatn. Við unglingarnir fórum því upp á bílastöðina og keyptum eina Vodka Vyborowa, bílstjórarnir höfðu fengið sent hlass frá Reykjavík í tilefni dagsins. Þegar söngvatnið var farið að virka byrjuðu sögurnar : Stýrimaðurinn sagði okkur frá aflakló úr Vestmannaeyjum, sá var ekki mjög bókhneigður, en fór í Stýrimannaskólann til að afla sér réttinda. Kennarinn spurði hann hvernig siglingaljós ætti að nota í Hvítahafinu. Aflaklóin vissi þetta ekki, en næsti maður hvíslaði að honum svört ljós og hann svaraði svört ljós. Óli hafði náttúrlega verið í Hvítahafinu, á Hallveigu Fróðadóttur, þar um borð var líka þjóðskáld Árnesinga Guðmundur Haraldsson. Ráðamenn höfðu verið smeykir um að Guðmundur lenti í strætinu og ráðið viðþví var að koma honum á Hallveigu. Gallinn á þessu var bara sá að skáldið var lítið fyrir vinnu, ef honum var sagt að gera eitthvað, spurði hann á móti hver ætti að gefa fuglunum. Guðmundi var sagt upp en hann hætti ekki. Næst var honum sagt að það væri stelpa í símanum á Togaraafgreiðslunni þegar Hallveig var að fara, Gvendur sá í gegnum það og komst með. Endir sjómennsku skáldsins varð sá að Skipstjórinn réði menn í allar kojur og lét bátsmanninn smíða rúm milli borðanna í borðsalnum, Gvendur var látinn sofa þar, gallinn fyrir Gvend var bara sá að það var stöðugt rennirí þarna og hann gat lítið sofið og sofnaði ekki almennilega fyrr en heima hjá sér næst þegar þeir komu í land. Þegar skipið fór út aftur var Guðmundur Haraldsson ekki vaknaður og þannig endaði hans sjómennska. Haraldur kokkur var frá Eyrarbakka eins og Guðmundur, hann sagðist hafa verið að róa úr Keflavík á stríðsárunum, vinur hans og hann áttu heimboð hjá tveim stúlkum sem voru þarna í verbúð. Þegar þeir mæta í verbúðina eru þar eru þá fyrir fjórir Amerískir landgönguliðar, þarna varð ósætti og hröktust Íslendingar undan út úr verbúðinni. Þar tóku þeir til fótanna og landgönguliðarnir á eftir, sá þeirra sem fljótastur var náði Halla, sem snerist til varnar og sneri kanann niður í vörubílsflak sem þarna var. Kom höfuðið niður á vélina og varð mikið sár. Frétti Halli seinna að landgönguliðinn hefði látist á sjúkrahúsi hersins. Þetta var saga sem Ólafur Guðlaugsson átti ekkert svar við og leystist þar með samkvæmið upp, enda söngvatnið búið. Siglfirðingarnir leigðu sér flugvél og fóru heim í beinu leiguflugi, við hinir tókum rútuna til Reykjavíkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2007 | 07:00
Keflavík 1962 VIII
Skipið standaði í brjáluðu veðri á versta stað yst í Önundarfirði og var öllum bjargað af togaranum Ingólfi Arnarsyni. Þegar þeir koma suður frétta þeir að sá sem ekki fór með hafi dottið á svelli á bryggjunni og látist af höfuðáverka. Við fórum beint um borð eftir ballið, þar voru Halli og Villi eitthvað skrýtnir á svipinn. Halli spurði hvort Garðar hefði verið á ballinu, nei en hann talaði víst við dyravörðinn sagði Óli, þá fór Villi að hlæja og sagði að það hefði verið Halli sem talaði við dyravörðinn, en þetta er allt í lagi Garðar var hérna og sagði að spáin væri svo leiðinleg að það borgaði sig ekki að róa.
Þegar við vorum á leið til lands 3. maí, fór veður versnandi, stýrimaðurinn stoppaði vegna þess að fiskkassi aftan við lúguna hafði brotnað og fiskurinn var kominn út um allt. Við gerðum við þetta og héldum svo áfram heim. Þegar við komum inn heyrðum við það að það væri týndur bátur úr Njarðvík. Við löndunina var ég uppi á bílpallinum og sá um trogið sem tók hálft tonn, vegna þess að báturinn valt við brggjuna þá rann ég til á slorhálum pallinum um leið og ég kallaði slaka, lenti trogið ofan á öðrum fætinum og varð hann þar með ónothæfur. Ásmundur útgerðarmaður var þarna og sagði vörubílstjóranum að fara með mig til læknis, læknirinn átti heima við Vatnsnesveg þar sem hann var með lækningastofu fyrir sjómenn í vaskahúsinu, gengið var inn í það beint af götunni. Læknirinn vildi Röntgenmynda hnéð morgunin eftir, þannig að sofið var í landi þessa nótt. Við áttum innhlaup í verbúð þarna á Vatnsnesinu, Þar mætti mér óhugnanleg sjón morgunin eftir, stefnið á bátnum sem hafði týnst, stóð upp úr sjónum nokkra metra frá landi menn á v.b. Baldri frá Dalvík voru að reyna að koma á það böndum. Þarna fórust bræður úr Njarðvík og frændi þeirra. Eftir myndatökuna sagði læknirinn mér að fara heim og hvíla fótinn í nokkra daga. Eftir nokkra daga hringdi svo Garðar og sagði að nú hlyti þetta að vera orðið gott. Og ég hélt aftur suður með sjó til róðra. Nú var farið að draga úr afla svona hálft tonn í trossuna og veður góð þannig að við vorum iðulega komnir inn kl. fimm á daginn og búnir að borða kl. hálf átta eins og bankastjórar. Þann tíunda maí drógum við allar trossurnar en lögðum enga. Daginn eftir skárum við af og fórum með veiðarfærin í geymslu upp í heiði í skemmu þar sem nú er bílapartasala við veginn í flugstöðina, svo þrifum við bátinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)