REYKJABORG VIII

VIII   Þegar Fróði kom til Vestmannaeyja komu Breskir hermenn um borð í bátinn og leituðu uppi allar kúlur og kúlnabrot sem finnanleg voru í Fróða. Einn skipverja fann vélbyssukúlu í sænginni sinni og stakk henni í vasann, sá var sóttur af herlögreglu og kúlan tekin af honum. Annar lá særður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja,  kúla sem læknar höfðu skorið úr honum var sömuleiðis tekin. Þegar höfundur þessarar greinar fór að afla upplýsinga um loftvarnarbyssur Breskra kafbáta í seinni heimstyrjöld komst hann að því að Bresku bátarnir voru búnir Svissneskum Oerlikon byssum eins og þeir þýsku, byssukúlurnar voru því engin sönnunargögn. Bók Chapmans leysti þetta, Oerlikon byssurnar fóru Bretarnir ekki að nota fyrr en um mitt ár 1942.  Áður en kafbátar eru teknir í notkun er áhöfnin æfð í því sem hún á að fara að fást við. Torbay N-79 er eini kafbáturinn sem vitað er um þar sem æfingum er sleppt. Ferðin sem sögð er hafa verið farin til Kanada (6 -21 mars) virðist hafa verið æfingaferðin. Breska flotastjórnin gaf Íslensku skipunum upp siglingaleiðina og þá hefir N-79 verið á svæðinu og ráðist á þessi “Þýsku” skip sem kafbátsmenn fengu skeyti um að væru þarna. Þannig gekk það fyrir sig í Eyjahafinu. Setið fyrir skipum sem njósn hafði borist um og byrjað að skjóta á háfrar mílu færi.  Dagbækur þær sem sagðar eru sanna Þýska aðild að málinu eru skrifaðar á ritvél með undirskriftum sem eru eins og spíralar eftir Stefán frá Möðrudal.Það eina sem vitað er um höfundinn er að hann virðist hafa lesið söguna af Percival Keene þar sem stórsiglan var alltaf skotin sundur með stóru fallbyssunni á Eldflugunni.  Togarinn Vörður frá Patreksfirði fann björgunarfleka af Reykjaborgu, 170 mílur norður af st. Kilda. Flekinn var rannsakaður af lögreglu í Reykjavík.Nú stendur það eitt eftir, að við fáum að vita hvort kúlnagötin á flekanum voru eftir 20 mm Oerlikon eða 8 mm Lewis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband