LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ

Síðastliðinn áratug hefir Sigurður Grétar Guðmundsson skrifað pistla um pípulagnir í Fasteignablað Morgunblaðsins. Pistlar þessir eru eitt mest lesna efni í blaðinu og hafa vakið marga til umhugsunar um það sem betur mætti fara í pípulögnum hér á landi.  Til þess að bæta menntun lagnamanna var reist í Keldnaholti lagnakerfamiðstöð og í hana sett mikið af alls kyns búnaði sem ýmsir framleiðendur úti í hinum stóra heimi gáfu Íslendingum. Þarna uppi í Keldnaholti er líka Borgarholtsskóli sem kenndi lagnamönnum sín fræði og handverk. Af einhverjum dularfullum orsökum hefir nú öll menntun pípulagningamanna verið flutt til Hafnarfjarðar og þurfa nemendur þaðan nú að ferðast fjórtán og hálfan kílómetra, gegnum tvö sveitarfélög til þess að sækja tíma í Lagnakerfamiðstöðinni. Nú hefir það frést að Háskólinn í Reykjavík eigi að yfirtaka miðstöðina og hún verði flutt niður í Nauthólsvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband