LANDNÁM II

Vegna þessara hagstæðu hafnarskilyrða varð Reykjavík höfuðborg landsins. Borgarstæðið er ekki neitt sérstakt, aflangt með löngum flutningsleiðum og samkvæmt athugunum færustu manna nánast ómögulegt að gera nothæfan flugvöll fyrir millilandaflug. Allri þessari þróun stjórnaði víkingur nokkur sem sendi þræla sína til að finna notæfa höfn fyrir knörrinn.   Nú hefir verið sett upp landnámssýning í Aðalstræti 16 þar sem fundist hafa mannvistarleyfar frá landnámi víkinganna. Bæjarstæðið bendir til að á þessum tíma hafi fjöruborðið verið á þessum slóðum. Þegar Skúli Fógeti byrjaði að bauka í Aðalstræti hefir fjöruborðið trúlega verið þar sem Morgunblaðshúsið stendur. Árið 1799 gekk yfir s.k. Bátsendaveður sem hefir brotið niður að mestu grandann út í Örfyrisey. Grúsin úr grandanum hefir svo skolast austur með landinu. Land er nefnilega alltaf að breytast, til marks um það má nefna að fyrir tæpum 100 árum strandaði skip austur á Bakkafjöru, nú eru um 300 m frá flakinu út að fjöruborði. Bæir landnámsmannana eru nú allir u.þ.b. þrjá kílónetra frá fjöruborðinu,þar fyrir austan, sem segir að landið stækkar um þrjá metra til suðurs að jafnaði á ári. Lítið í þurrum árum meira, þegar  úrkoma er mikil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Gestur.

    Ekki er ég nú alveg sammála þér um að hagstæðasta hafnarskilyrðið hafi verið í Reykjavík, heldur held ég að Hafnarfjörður hafi verið betri, og ekki síður skipalægi var eitt það besta á landinu og á ég þar við Óseyrina.

   Mér er það algjörlega óskiljanlegt að skipulagsvöld hafi fyrir löngu hafið landfyllingu í Skerjafirði, frekar en vera landfylla á Norðurströndina.  Getur þú sagt mér hversju mikið land má vinna í Skerjafirði, og miða ég þá við innan við 10 metra dýpi á stórsstraumsfjöru, frá Nauthól vestur í Löngusker.? 

Tenging við Álftanes með brú ásamt Kársnesi hlýtur vera í sjónmáli innan 10 ára.  Jarðgöng frá Álftanesi suður í Hafnafjörð, eða Kapelluhraun  svo að sjálfsögðu í framhaldinu.

   Flugvöllinn að sjálfsögðu burt, og upp á Hólmsheiði, eða í Kópavog  (Sandskeið)

   Til vara henda núverandi flugstöð, og reisa nýja upp af Fitjunum, og koma á einteinungi.

kv. h.

haraldurhar, 22.9.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæll Haraldur

Þetta er framhaldssaga þú átt að lesa Landnám I . Hafnarskilyrði eru góð í Hafnarfirði enda heitir hann Hafnarfjörður. Höfnin er viðkvæm fyrir S.V. átt en hún verður þegar lægðir fara milli Grænlands og Íslands s.k. Engihjallaveður var þannig og einnig veðrið í september 1936 þegar franska skipið fórst. Það sem víkingunum leist ekki á í Hafnarfirði var hraunið, erfitt að vinna á því með berum höndum, svo var meira vallendi í Reykjavík. Land hefir sigið ca einn metra í Reykjavík frá landnámi.  Skipulagsyfirvöld virðast fyrir löngu hafa ákveðið að þvera fjörðinn því tvíbreið Suðurgatan endar niður í fjöru. Skerjafjörður er grunnur dýpi 2-6 metear á fjöru utan áll inn með Álftanesi. Landfylling endaði best á skerjunum því þau eru náttúruleg brimvörn.  Landfyllingar gætu orðið ca 600 hektarar, kostnaður við hvern er ca. 50 milljónir á heimsmarkaðsverði, mögulega minna. Flugvelli má gera víða, þeir sem ráða virðast kostaðir af vegavertökum og umferðaljósasölum.

Kópavogsmenn eru að byrja á einhverri tæknibyggð á Kársnesi, sú byggð verður fljótlega tengd Háskólanum í Reykjavík.

Gestur Gunnarsson , 23.9.2007 kl. 05:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir fræðandi skrif Gestur, þegar maður hugsa
út í það þá er þetta nokkurnveginn svona eins og þú segir frá því.
Hvar fynnur maður elstu myndir sem til eru af Reykjavík?
Ætli það sé ekki bara á bókasöfnunum í tölvu-myndasafni.
               K.v.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: haraldurhar

Sæll Gestur.

   Eg verð að gera þá játningu að ég hafði einungis lesið seinnihluta landnámu.  Eg get verið því sammála að búseturskilyrði, með búfénað og landgæði hafi verið betri í Reykjavík en Hafnarfirði. 

Varðandi Sv. átt.  og hafnarskilyrði er ég nú ekki alveg dús við þín sjónarmið, mér er nær að halda að í Sv. nái sér ekki upp í Óseyrinni, og til að þar sér einhver hreyfing þurfi hann að standa af há vestan, og verst sé Nv. en sú átt er nær aldrein hvöss á þessum slóðum , helst á vorin og þá oftast mjög hæg.

   Þá kemur af frekari spurningum varðandi uppfyllingu í Skerjafirði. Eins og kemur fram í svari þínu þá nemur stærð þessa lands um 65o hekt.  Hver er stærð lands Reykjavíkur frá Elliðaám og vestur á Seltjarnarnes?

Veistu hversu stóra íbúðabyggð ( fjölda íbúa) má byggja fyrir á 65o ha., og þá miðað við meðal fjölda íbúa á ha. í höfuðborgum nágranna landa okkar, en ekki við dreifa skúrabyggð eins og hefur tíðkast hér í Reykjavík.

    Þegar þú talar um að land hafi sigið um 1 metra frá landmámi, þá sagði mér jarðfræðingur fyrir nokkrum árum, að landsig væri umtalsvert á sl. áratugum, og merkti hann það greinilega. Þegar ég efaðist um fullyrðinar hans þá benti hann mér á hvort mér dytti í hug að sundríða hefði þurft til að fara reiðleiðina til Bessastaða, en svo væri nú ef ríða ætti hana nú í dag.

Kv. h.

haraldurhar, 23.9.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl Guðrún og Haraldur.

Elstu myndir af Reykjavík eru í myndabókum Páls Líndal sem komu út 1986 (lykilbók).   Öldur sem hreyfa skip sem bundin eru við bryggju eru erfiðastar ef þær eru tvöföld skipslengdin. Til að ná þeirri lengd verða þær að myndast á hafinu, hvað varðar stærri skip. Öldur sem myndast inni í höfnum geta sett litla báta hreyfingu. Oftast er reynt að láta ölduna fara langs eftir skipunum. Öldur sem mynduðust innanfjarðar í Hvalfirði 1984 slitu laust skip sem þar var. Allir mennirnir sem voru um borð í skipinu fórust utan einn sem var sofandi. Þarna komu öldurnar þvert á skipið. Breiðholtshverfi er ca. 650 hektarar .   Þar eiga heima ca 25000 manns. Uppfylling í Skerjafirði er skemmtilegur kostur, myndi stytta mörgum leið í vinnu. Svo yrði þetta allt á láréttu landi, eldsneytiskostnaður minnkaði og sömuleiðis mengun. Flugvöllur gæti e.t.v. verið þarna líka. Sker í Skerjafirði heitir Hólmar  sem bendir til að þar hafi verið eitthvað annað en sker við landnám. Eftir ísöldina var jökulgarður yfir fjörðinn sjórinn er búinn að rífa hann niður og er allt efnið úr honum þarna á botninum. Sami garður var líka yfir Hafnarfjörð og mætti nota efni úr honum til að fylla undir Álver. Úti í sjó við Seltjarnarnes eru mómýrar þær benda til þess að land hafi sigið um 5000 mm á 5000 árum. Jarðskorpan sveiflast sjálfsagt upp og niður, vegna þess hve massinn er mikill eru þetta hægar sveiflur.

Kv

Gestur 

Gestur Gunnarsson , 24.9.2007 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband