21.9.2007 | 07:01
LANDNÁM I
Flestir trúa því að Ingólfur Arnarson og Frú Hallveig hafi verið fyrstu landnámsmennirnir frá Noregi sem settust að á Íslandi. Til er saga um öndvegissúlur sem ekki er trúverðug. Víkingarnir fóru um hafið á knörrum sem ganga 16 hnúta ef vindur er meiri en 6 vindstig. sem segir að þeir hafi komist frá Færeyjum til Íslands á tveim sólarhringum. Ef skipin skemmdust voru þessum mönnum allar bjargir bannaðar. Vegna þessa urðu víkingar að setja sig niður þar sem hafnarskilyrði eru góð. Í Reykjavík eru afbragðs hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi. hægt var að fleyta skipunum upp lækjarósinn á flóði og upp í tjörn þar sem þau voru örugg yfir veturinn. Landgæði voru veruleg á staðnum s.s. beitiland, birkiskógur, laxveiði, mýrarauði og heitt vatn til þvotta. Írar sem komu hingað út sigldu á kúðum sem voru ekki eins viðkvæmir fyrir hnjaski og knerrirnir. Írarnir gátu því hæglega sest að við suðurströndina þar sem hægt var að draga kúðana upp í árósa. (kúðafljót). Reykjavík var fyrsti staðurinn sem Ingólfur kom að þar sem hægt var að geyma skip svo fyllsta öryggs væri gætt. Þegar Danir fóru í það um 1750 að hjálpa Íslendingum var Reykjavík ennþá einn af fáum stöðum á landinu þar sem voru afbragðs (e.t.v. sá besti) hafnarskilyrði fyrir seglskip.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.