18.9.2007 | 06:31
TVÖFÖLDUN
Nú um helgina varð árekstur í Kömbunum. Nokkrum dögum áður fórst maður í umferðarslysi á veginum milli Selfoss og Hveragerðis. Mikið er talað um að tvöfalda veginn yfir Hellisheiði. Þegar að er gáð kemur í ljós sá vegur er eiginlega þegar tvöfaldaður. Ef farið er til Reykjavíkur úr mýrinni sunnan við Selfoss er jafn langt til Reykjavíkur hvort sem farið er um Þrengsli eða Hellisheiði. ef sett er einstefna á heiðina og Þrengslaveginn er nú eiginlega komin tvöföldun á hvoru tveggja. Tiltölulega ódýrt er trúlega að tvöfalda hringbraut um bæina í Árnessýslu.
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd að leyfa bara einstefnu á hringveginum um Ölfus og Óseyrarbrú. Ekki búa allir á þessu svæði í mýrunum sunnan við Selfoss.
Sæmundur Bjarnason, 18.9.2007 kl. 15:02
Sæll Sæmundur.
hugmyndin gengur út á að tengja allar byggðirnar með aðskildri tvöföldun svipaðri og gamla Hringbrautin var hugsuð í Reykjavík. Þá eruð þið komin með greiðar samgöngur milli bæjanna.
Gestur Gunnarsson , 18.9.2007 kl. 16:17
Sæll aftur
Ef þetta eru 48 km og hver Km kostar 75 milljónir verða þetta 3,6 milljarðir. Nú er spurningin hvað kostar hver kílómetri. Vegagerðin á Selfossi veit það.
Gestur Gunnarsson , 18.9.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.