Keflavik 1962 III

 

 

 Svo var það vinur okkar allra Þorskurinn, hann gafst nú ekki upp baráttulaust, var oft búinn að vefja netinu utanum sig marga hringi áður en hann andaðist. Ef það komu upp mjög erfið tilfelli, áttum við áhlaupssveit sem í voru stýrimaðurinn og kokkurinn. Kokkurinn hafði bæði kosti og galla. Við áttum frí á laugardögum og ef kokkurinn lenti á fylleríi og mætti ekki á laugardagskvöldum þá var enginn sunnudagsmatur. Það var galli. Ef það var mikið fiskerí á mánudegi, var þetta kostur, kokkurinn vann þá á dekkinu með tvöföldum hraða, meðfram tilreiðslu á sunnudagsmatnum. Einu sinni þegar við vorum matarlausir á sunnudegi datt Þresti, sem hafði verið í M.A. og kunni að eigin sögn að reikna út rúmmál kókflösku, í hug að sjóða  rauðsprettu. En eitthvað var nú lystin takmörkuð. Kokkurinn var mikill sögumaður, hafði víða komið við og lent í ýmsu. Halli og Villi voru fjölskyldumenn, þeir  áttu heima í Mýrahúsa og Múlakamp, ekki í bröggum, nei þeir áttu hús sem þeir höfðu smíðað sjálfir. Þeir "undirofficerar" virtust fylgjast að og höfðu verið þarna síðan í janúar. Seinna rakst ég á þá í byggingarvinnu. Þá var Halli smiður en Villi handlangari. Sérsvið Halla í sögu var Magni í Koti, pabbi skipstjórans, en Magnús hafði verið mikið fyrir jólaköku og sultu. Meðan Garðar var að gleypa í sig matinn sagði hann sögur úr stríðinu. Annars virtist skipstjórinn aðallega lifa á kremkexi og kaffi. Skipstjórinn svaf í bestikkinu og þar var líka talstöð sem fékk orku frá þrem jarðýturafgeymum sem voru uppi á stýrishúsþakinu. Þarna á þakinu var líka gúmmíbátur í trékassa sem lokað var með tolltvinna og svo náttútulega hnífur festur við snærið. Þarna uppi var líka heljarstór ljóskastari og svo aðalsiglingatækið, kompásinn sem felldur var niður fremst í þakið. Inni í stýrishúsinu var stýrið og Simrad dýptarmælir með handsnúnu botnstykki. Í lúkarnum var olíukynt kolaeldavél sem notuð var við matargerðina og logaði í henni allan sólarhringinn. Frá eldavélinni lágu hitaleiðslur aftur í stýrishús og káetu. Á eldavélinni stóð pottur með vatni í, stöðugt sauð í pottinum, var vatnið úr honum notað til þvotta á mönnum og matarílátum. Svo var hellt upp á kaffi beint úr pottinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ævilega blessaður Gestur takk fyrir að rita inn í athugasemd hjá mér.
Já heldur þú að það hefði dugað að hringja í 112.? "kannski".
Það er nú leitað að öðru eins og mér.
Framhaldsskólinn að Laugum í Reykjadal er frábært menntasetur
svo ég tali nú ekki um landslagið, en ef þú heldur að konan þín hafi lært að reka þig þar
er það  algjör misskilningur.
Við konur fáum þær gáfur í vöggugjöf að reka ykkur karlmennina
og hvað felst í þeirri gjöf ætla ég ekki að tala um ég tel að þú vitir það alveg.
Rannsóknarnefnd ritverkasöfnunar er að gera góða hluti með
örsögu-birtingu af Geirfinns-málinu.
Býð spennt.
Það er nú ekki dónalegt að eiga frænda sem er formaður fjárlaganefndar,
það hlýtur að vera satt að Laugar sé góður skóli, en ætli það þurfi ekki að
haldast í hendur gott upplag og góður skóli.
              Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Glaður að heyra í þér.

Frú Sigrún var í framhaldsnámi á Laugum.

Gestur Gunnarsson , 10.9.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Litli puttinn á geirfinni er þarna á blogginu fyrirca . viku

Gestur Gunnarsson , 10.9.2007 kl. 09:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fann Geirfinn takk. Var svo lítið á blogginu er ég var að passa
litlu ungana mína í Garðabænum. fór bara inn á síðuna hennar
Ragnheiðar sem missti son sinn um daginn.
                    K.v.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl.

Stefni að því að finna Geira

K. G.

Gestur Gunnarsson , 11.9.2007 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband