4.9.2007 | 14:57
Grænland 1960 XIII
Skipstjórinn kallaði og sagði að ekki mætti nota brunaslönguna, nema á eld. Þetta er neyðarástand, svaraði vélstjórinn, hér flýtur allt í blóði. Næsta tog gaf fimm poka. Þegar ég fór í koju um eittleitið var mikill fiskur á dekkinu. Ræs, glas, skipið rann áfram, eina hljóðið sem heyrðist var niðurinn í vélinni. Sjórinn var spegilsléttur, Vatnsleysuströndin og Kálfatjarnarkirkja spegluðust í sjónum eins og málverk eftir Tólfta September. Þegar ég var á leið út eftir morgunmatinn rétti yfirvélstjórinn mér fötu sem í voru skrúflyklar og sagði að það þyrfti að losa lúgurnar. Þetta er örugglega ekki Lykla-Pétur hugsaði ég. Á bryggjunni beið löndunargengi og tveir kranar. Á leiðinni heim mætti ég Runólfi rakara Eiríkssyni í Hafnarstræti. Hvað hefir komið fyrir þig, þú ert eins og api, allur loðinn í framan. Inn á rakarastofuna strax!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.