Grænland 1960 V

 

 Þá var röðin komin að mér jú erindið var að skrá mig á skipið sagði þessi gæðalegi kall, það var þetta venjulega: nafn, heimili, fæðigardagur. Þetta skráði Gvendur allt og einnig í litla græna bók sem ég fékk. Þar var ráðningarsamningur sem skipstjórinn var búinn að skrifa undir og einnig prentuð ýmis lög og reglur sem vörðuðu þetta starf. Pokamaðurinn Skúli Ólafsson sagði að ég ætti að lesa þetta vandlega og helst kunna utanað.  Afli var tregur, Halldór halti sýndi mér hvernig ætti að gera að fiski. Ef ég gerði eitthvað vitlaust var öskrað úr brúnni; skipstjórinn að segja mér til. Ég var mest einn í aðgerðinni hinir voru með Eymari í neta- og víravinnu, mér sýndist mennirnir vera að útbúa einhverskonar varahluti, sem þeir röðuðu snyrtilega upp í geymslu sem var undir hvalbaknum, stjórnborðsmegin. Það var engu líkara en mennirnir væru að vígbúast. Í næturmatnum spurði ég bóndann hvort menn slösuðust oft á svona skipum. Áður en hann náði að svara sagði þriðji vélstjóri, Kristinn Gunnarsson að það væru nú bara byrjendur sem eitthvað kæmi fyrir, þessir vönu kynnu á þetta allt og væru líka ónæmir fyrir matareitrun. Hvaða matareitrun spurði ég, jú Bæjarútgerðinn er með rammasamning við Þorbjörn í Borg sem selur útgerðinni kjöt sem er orðið of gamalt fyrir spítalana eða verður afgangs hjá þeim. Annars þarft þú ekki að hafa áhyggjur af þessu, stýrimaðurinn er með rotvarnarpatrónur sem hann skýtur upp í rassgatið á þeim sem drepast, þá þarf ekki að gera að þeim heldur eru þeir bara geymdir í ísnum í lestinni, svo fáum við aukafrídag þegar þú verður jarðaður, útgerðin er með magnafslátt hjá kirkjugörðunum, helvítis íhald og kratar, tóm pólitík, kaupa skip með ónýtri vél og svo þarf ég að hanga yfir þessu, því Alfred Krupp heimtar að allir séu með réttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Gestur ekki batna nú lýsingarnar, en svona var þetta.
Einu sinni á þessum árum var ég að vinna í matvörubúð,
um borð í bátana var sent kasúldið  hrossa saltkjöt,
gamalt brauð og kökur og bara allt sem þurfti að losna við.
Útgerðarmaðurinn var ævilega viðstaddur þessa tiltekt
svo hann vissi alveg af þessu.
           Kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl Guðrún.

Skipstjórinn kunni ráð til að venja unglinga á rétta hegðun. Maður var bara skíthræddur og gerði allt eins og karlinn sagði . Um vorið kom með okkur ljósmyndari og það kom mynd af skipstjóranum í Vikuni . Skipstjórafrúin sendi strák um borð að sækja úlpuna og allt hitt, svo var því brennt í miðstöðinni á Brekkustíg og keypt ný föt. Við fiskuðum venjulega 360 tonn á fimm dögum. Í nýju fötunum fékk karlinn bara 120 tonn á 15 dögum.

Kv.

Gestur

Gestur Gunnarsson , 27.8.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband