Reykjavík 1957 XVI

 

 Jón átti heima í blokk sem ekki var alveg lokið við að byggja, þarna sá ég í fyrsta sinn dyrasíma og hélt að það ætti heima í húsinu Þjóðverji sem héti Licht.  Það var nú ekki svo heldur kviknaði ljós í stigaganginum þegar maður hringdi bjöllunni hjá Herr Licht. Nokkrir aðrir nemendur voru hjá Jóni og sátum við inni í stofu þar sem aðeins var búið að fernisbera veggina og í loftinu var Rússnesk ljósakróna. Eftir nokkur kvöld spurði Jón hvort ég gæti ekki komið í próf næsta laugardag klukkan tíu, á föstudagskvöldinu reiknuðum við prófið frá árinu áður, borguðum Jóni, borguðum og kvöddum. Jón var mjög rólegur og hógvær en afburða góður kennari. Morguninn eftir var svo prófið og þegar það var búið var ég orðinn nemandi í Iðnskólanum.   Bandaríkjamenn höfðu byggt geysistórt flugskýli á flugvellinum, skýlið átti að þjóna eldsneytisflugvélum sem voru til að fylla á flugvélar sem færu nálægt Íslandi á leið til Sovétríkjanna. Flugskýlið hafði aldrei almennilega komist í notkun vegna þakleka og kulda. Hitakerfið réði ekki við Íslenskt veðurfar. Ef kalt var úti og vindur var jökulkalt inni í skýlinu.

Nú var kominn tími til að bæta úr því. Þarna voru þrír stórir gufukatlar í ketilhúsi og einn minni. Nú átti að taka þann litla burt og setja stóran í hans stað.

Setja átti öflugri kynditæki á stóru katlana og setja sverari leiðslur í allt flugskýlið jafnframt því að setja stærri hitablásara. Þetta var svo mikið verk að fengin voru tvö fyrirtæki í það Vatnsvirkjadeildin var inn í skýlinu en við úti í ketilhúsi.  Ketillinn sem við settum inn var fimmtíu tonn og þegar við ætluðum að flytja hann til á rörum kom í ljós að þau höfðu lagst saman. Á hverjum degi klukkan tíu kom Jón Bergsson verkfræðingur í eftirlit ásamt Amerískum offísera í einkennisbúningi. Við vorum að setja við ný kynditæki sem stóðu á fótum og á fótunum voru röraflangsar með götum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband