Reykjavík 1957 XIV

 

 Herinn rak bíó þarna á flugvellinum og höfðum við einnig aðgang að því. Mötuneytið var nú alveg heill heimur, það gat annað 2000 mönnum á klukkutíma og var hitað upp með stórum gufukatli sem bæði hitaði húsið og sauð matinn. Fiskur og kjöt var soðið í þrýstiskápum sem var lokað með hurðum sem voru svipaðar og lúgur á kafbátum. Maturinn var settur inn á grindum, lokað og gufunni hleypt á. Þá sauð maturinn í gufunni á nokkrum mínútum og ekkert vatn til að draga úr honum efnin.  Svo voru stórir pottar sem voru með gufukápu sem hitaði þá upp. Svo voru þarna eldavélar sem voru hitaðar með stórum olíukynditækjum. Óli var fastur viðgeramaður í mötuneytinu og var þar alltaf fyrir hádegi. Einu sinni á mánudegi bað hann okkur Eyjólf að hita og beygja fyrir sig koparstöng .

Eitthvert ólag virtist vera á gastækjunum því það slokknaði á þeim, þegar við ætluðum að kveikja aftur losnaði slangan af mæinum og eldblossi náði niður í gólf. Þegar við vorum búnir að skrúfa fyrir gasið tókum við eftir því að kúturinn var heitur. Steindór Jónsson sem var þarna að vinna með okkur hellti þá vatni úr fötu ofaná kútinn, þá heyrðist smellur og fjögurra metra eldstólpi stóð upp úr kútnum. Stólpinn strauk andlitið á Steindóri sem brenndist nokkuð. Nú þótti Bergi tími til kominn að hringja á slökkvilið og gerði hann það. Steindór fór á spítala og kom plástraður til baka. Slökkviliðið gat ekkert gert annað en að bíða eftir að gasið kláraðist. Þegar eldurinn var næstum slokknaður tók einn slökkviliðsmaðurinn kútinn á sekkjatrillu og setti hann út á götu þar sem eldurinn slokknaði svo endanlega. Oft hefi ég hugsað um það að enginn maður sem þarna var kunni neitt um gaskúta eða hvernig átti að bregðast við svona óhappi. Trúlega hefir þetta verið einnota kútur úr stríðinu með lélegri fyllingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband