Reykjavík 1957 V

 Umboðsmaðurinn  útvegaði þeim gistingu meðan beðið var eftir ferð til Íslands. Seinasta kvöldið bauð hann þeim út að borða ásamt eiginkonu sinni. Þegar til Íslands kom reyndist vinan vera í járnsteypu Hamars, hið mesta puð og óþrif og hitinn eins og við miðbaug.  Fyrsta útborgunin var bara reikningur fyrir hátíðarkvöldverði í Kaupmannahöfn. Við fyrsta tækifæri fann Kratch sér svo aðra vinnu var það hjá Óskari Smith, Norðmanni sem nýlega var fluttur til Íslands. Smith var pípulagningameistari og hafði tekið að sér nýja vatnsveitulögn frá Gvendarbrunnum og niður í bæ. Með þessu var lásasmiðurinn Walther Kratch orðinn pípulagningamaður. Einn sunnudag fór ég í bíó og hitti þar Stefán Árnason sem átti heima á Fálkagötu 8. Við fórum að bauka eitthvað saman, gallinn var bara sá að Stefán átti skellinöðru en ég ekki. Stebbi vissi um eina góða sem strákur á Fálkagötunni vildi selja. Þetta var MÍELE naðra með Sachs mótor og tveim gírum. Við fórum með hjólið heim og ég spurði mömmu kvort ég mætti kaupa það. Fram að þessu hafði hún bara leyft mér að kaupa ónýt hjól sem ég var nýbúinn að selja. Mömmu leist ágætlega á hjólið svo ég keypti það bara og fór í prufutúr sem stóð til miðnættis. Morguninn eftir vaknaði ég svo klukkan sex og fór út að hjóla, svo í vinnuna kl átta. Kratch var ánægður með hjólið enda var það Þýskt eins og hann. Í hádeginu sagði hann mér að eftir vatnsveituna hafi hann farið að vinna hjá Gustav Funk sem hafði stofnað fyrirtækið Á Einarsson og Funk sem seldi allt til pípulagna og einnig tilbúin kerfi.  Funk var mikið úti í Þýskalandi að sinna viðskiptum en meðeigandinn

 Á Einarsson sá um það sem var að gerast hér á landi, þessi maður hafði leiðinlegan galla, honum gekk illa að vakna og var þá oft að starfsmenn og kúnnar þurftu að bíða fyrir utan á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gestur, var rétt í þessu að lesa alla
rulluna, mér hugnast þessi skrif þín vel,
það er svo skemmtilegt þegar rifjast upp fyrir manni, hvað maður var ungur árið 1957 bara 15.ára, bjartsýnn, auðtrúa  og þó það væri eitthvað mótlæti þá var alltaf svo gaman.
Þetta var sumarið sem ég fékk þær dillur að fara að vinna í frystihúsi, sé ekki eftir því, fór að vinna í Ísbirninum sagðist vera 16.ára til að fá 16.ára kaup, er upp komst um svikin var ég hýrudregin,
sætti mig nú ekki við það var búin að læra
frekjuna af kellum í kringum mig og fannst ég ekki lakari en þær, hætti í vinnunni fór beint inn á Kirkjusand réði mig þar upp á 16.ára kaup,
ekkert múður með það. þetta sumar lærði ég heilmikið um hvernig maður á að trana sér fram í lífinu þó ég hafi nú ekki þurft mikið á því að halda.  Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl Guðrún.

 Feginn að heyra í þér hélt að þetta væri ekki nógu gott. Þetta með kaupið var heljar mikið mál á eyrinni fékk ég 16 ára kaup en eitthvað minna hjá Sighvati og það þótti mér svo slæmt að ég grét í hljóði.

 Kv.  Gestur

Gestur Gunnarsson , 6.8.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband