Reykjavik 1957 IV

 

 Einu sinni þegar Kratch var á frívakt hæfði sprengja jarðhúsið og hann vaknaði á sjúkrahúsi í Belgíu, þar lá hann á bekk og var eitt drullustykki.

Skambyssan var í hylkinu, tók hann byssuna, stakk inn á sig og setti drullu í byssuhylkið. Hjúkrunarkona sem þarna var sá að hann var kominn til meðvitundar og spurði hvort hún gæti gert eitthvað fyrir hann. Kratch gat gert henni skiljanlegt að hann þyrfti að komast á klósettið. Á klósettinu var laus loftræsirist og þar faldi hann byssuna.   Eftir nokkurn tíma á sjúkrahúsinu spurði Kratch lækninn hvort ekki væri hægt að fá eitthvað að gera þarna, læknirinn útvegaði honum vinnu við að tína múrsteina í húsarústum sem voru í nágrenninu. Svo var stríðið búið, Kratch kvaddi fólkið á sjúkrahúsinu, þakkaði fyrir sig og tók byssuna úr loftræsinguni. Þegar heim var komið skráði hann sig til áframhaldandi veru í hernum því þar var mat að hafa. Í pappírunum frá Belgíu stóð að í byssuhulstrinu hafi verið drulla en engin byssa , svo hann fékk nýja byssu. Það var nóg fyrir mig að gera í skrúfbútunum,  uppi í Stigahlíð var verið að byggja verkamannabústaði þar sem menn frá Sighvati voru að vinna, verkstjórinn Kristinn Auðunsson kom einu sinni og bað um 500 stykki af 5cm ½" bútum.  Bútana snittaði ég fyrst í annan endann, mældi og skar svo rétta lengd, bjó svoleiðis til 60 st og tók það klukkutíma, setti svo bútana beint í patrónuna og snittaði hinn endann.  Ef Þórður hafði mikið að gera vann ég við afgreiðsluna og svo kom fyrir að einhver kom meðan hann var í mat, þá reyndi ég að hjálpa kúnnanum eftir bestu getu. Kratch hélt áfram með söguna, einn daginn sá hann auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir járnsmiðum til starfa hjá h.f. Hamri í Reykjavík, hann sagði öðrum járnsmið sem líka hafði sloppið lifandi úr styrjöldinni frá þessu og þeir sóttu um og fengu vinnuna. Farið var með járnbraut til Kaupmannahafnar þar sem þeir töluðu við umboðsmann Hamars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband