STÖÐ 2 XVI

xx 

 

Stofnendurnir hurfu, Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskólans varð sjónvarpsstjóri. Nokkrir af okkar mönnum fóru að vinna hjá Sýn sem hafði eftir pólitískum leiðum fengið úthlutað sjónvarpsrás sem ekki átti að vera til. Til að hindra samkeppni keypti Stöðin ( sem hét nú Íslenska Útvarpsfélagið, eftir sameiningu við Bylgjuna) Sýn, komu þá mennirnir aftur heim en stoppuðu stutt minnir mig. Stöðin hafði haldið samkeppnu um gerð framhaldsþáttar fyrir sjónvarp. Þáttaröðin Vístölufjölskyldan vann keppnina, höfundar voru Iðunn og Kristín, Steinsdætur. Við fórum nú að útbúa leikmynd í Lynghálsinum, nú var það heil íbúð með öllu. Tökur áttu að hefjast strax eftir sumarfrí 1990 en þegar við komum úr fríinu var upptökustjórinn kominn í vinnu hjá Danskri sjónvarpsstöð og þar með hætt við allt saman. Vegna þess að Bylgjan hafði sameinast Stöðinni þurfti að útbúa Útvarpsstöð í kjallaranum á Lynghálsi og fórum við Sigurður Sívertsen í það. Það getur vel verið að eitthvað hafi verið framleitt af sjónvarpsefni í tíð þessara nýju eigenda en ekki getur það hafa verið merkilegt úr því maður er búinn að gleyma því. Allt snerist orðið um ,,Hagræðingu" öll starfsemin var sett undir eitt þak og við vorum eiginlega orðnir byggingaverkamenn. Svo var farið að fækka fólki og leggja niður.

Egill, Börkur og Guðlaugur voru að framleiða auglýsingar í kjallaranum í Lynghálsi. Einhver fann út að fjárhagurinn kæmist í lag ef þeir yrðu látir fara.

Börkur ákvað þá að bjóða sig fram til formanns í Starfsmannafélaginu .

Deildin bjó þá svo til svo magnað framboðs myndband að önnur framboð voru sjálfdauð. Eitthvað var talað um að skuldin stóra væri vegna okkar framleiðslu á sjónvarpsefni. Ég reiknaði út að þessar 1500 milljónir væru svipuð upphæð og kostað hefði að gera Reykjavíkurflugvöll.  Svo fór ég bara í sumarfrí 30. júní 1991 og fékk mér svo bara aðra vinnu að því loknu.

 

Reykjavík í júlí 2007

 

Gestur Gunnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kemur ekki á óvart, löngum verið þannig að segja upp fólki sem vinnur mest, en topparnir halda sínu. Allavega var gaman að lesa þessa frásögn þína Gestur.
takk fyrir mig.
p.s. vona að þú hættir ekki að blogga
       þú hlýtur að hafa fullt í farteskinu af sögum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ekki gleyma steinunum sem þið B.K. steyptuð forðum  og eru notaðir enn þann dag í dag. Þeir reynast vel og ganga undir nafninu GB steinar. Takk fyrir skemmtunina og áfram gakk.

kveðja  

Eyþór Árnason, 29.7.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Sæl Guðrún og Eyþór.

 Stöð 2 er lokið í bili, nú er hafin ný framleiðsla sem verður sett á markað eftir nokkra daga.

Kv

Gestur

Gestur Gunnarsson , 30.7.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gestur.

Hlakka til að lesa næstu skrif

                  Kv.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband