27.7.2007 | 09:03
STÖÐ 2 XV
Þrátt fyrir mikinn undirbúning var verkið ónýtt. Aðalatriðið gleymdist, það að skapa persónur þarna var bara ákveðið að það ættu að vera menn sem segðu eitthvað skemmtilegt en það bjó ekkert að baki þessum mönnum. Saxi læknir var persóna sem búinn var að vera mörg ár í þróun. Til að hafa nú eitthvað fyrir áhorfendur var farið að gera spurningaþátt sem hét ,,KYNIN KLJÁST" og sáu þau Bryndís S og Bessi B um hann. Upptökur áttu að byrja 14. okt 89, daginn áður föstudaginn 13. var ég að búa til merki þáttarins úr plexiglerplötu, og hvað gerist platan springur við borunina. Ég niður í Akron og segi mínar farir ekki sléttar upptaka eigi að byrja á morgun og merkið ónýtt, ekkert mál og ég var kominn meðnýja plötu eftir fimm mínútur. Umferðarteppa var í Ártúnsbrekku en einhver jeppamaður tók ekki eftir því og keyrði aftan á bílinn minn á fullri ferð .
Afturendi bílsins var eiginlega ónýtur, eftir skýrslugerð var hægt að halda áfram og klára skiltið. Plastglerið slapp heilt úr árekstinum. Haustið 88 höfðum við bara uppfært fréttainnréttinguna úr 19.19, nú var komið að því að gera nýja innréttingu, hún var hönnuð af Jóni Árna og var verulega flott. Vegna þess að þetta varð allt stærra en upphaflega var ráðgert virkaði loftræsikerfið í gamla upptökusalnum ekki nógu vel við fórum nú í að laga það og notuðum ganginn í austurendanum á Krókhálsi sem hljóðdeyfi, blásarinn blés inn í ganginn og svo var opið úr ganginum inn í salinn. Ýmislegt fleira var líka lagað. Nú fréttist að nýr banki væri í burðaliðnum, Íslandsbanki og Verslunarbankinn sem lánað hafði peninga í Stöðina yrði partur af þessum nýja. Til að Verslunarbankinn væri einhvers virði varð að setja tryggingar fyrir skuldum stöðvarinnar til að dæmið gengi upp varð þetta að vera klárt fyrir áramótin 89-90. Leikar fóru þannig að samtök verslunarmanna höfðu milligöngu um að selja hlutabréf gegn tryggingum fyrir skuldum. Megnið af bréfunum virtist lenda hjá forystumönnum samtakanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.