STÖÐ 2 XII

xx 

12

 

Bankinn var búinn að setja stopp á innlenda framleiðslu svo það var lítið að gera í leikmyndum. Jón Árna fór í kassagerðina og keypti slatta af pappa fyrir 3000 kr. , pappann brutum við saman samkvæmt forsögn Arkiteksins og máluðum með litum úr litablöndunarvélinni, svo var þetta hengt á gamlar fatagrindur á hjólum. ,,Útlagður kostnaður þrjú þúsund" , sennilega ódýrasta leikmynd sem búin hefir verið til í heiminum. Pappann límdum við báðu megin á grindurnar svo ekki var mikið mál að búa til nýjan bakgrunn. Strax eftir fréttir á föstudagskvöldum setti Helgi Pé upp slaufu og stillti sér upp fyrir framan pappaverkið og kynnti Ríó tríóið sem mætt var á staðinn. Milli laga sagði hann svo sögur og brandara, þetta var sent beint út og gerði mikla lukku meðal áskrifenda. Það er nútíma draugasaga að innlent efni fyrir sjónvarp kosti mikla peninga. Kostnaðurinn er í öfugu hlutfalli við kunnáttu og færni þeirra sem vinna við framleiðsluna.  Jón Óttar fékk þá ágætu hugmynd að gera neðansjávarmynd úr Breiðarfirði. Ég fékk það hlutverk að útbúa hylki utanum videovélina. Hylkið var úr rústfríu röri með kýrauga úr nýsköpunartogara á öðrum endanum og aftast var rageymir fyrir ljós. Jón fór vestur með tökulið en afraksturinn var rýr, hylkið var svo þungt að sjónvarpsstjórinn flaut lóðréttur í sjónum með fæturna upp í loftið. Jón var nýkoninn úr brúðkaupsferð til Bahama eyja þar sem hann hafði lært að kafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband