23.7.2007 | 08:36
STÖÐ 2 XI
STÖÐ 2 XI
Okkur hafði bæst nýr maður Jón Árnason innanhússarkitekt, Jón hafði lokið námi í Noregi og er mesti litamaður sem ég hefi kynnst. Við vorum búnir að kaupa litablöndunartæki og bjuggum til þá liti sem þurfti. Með tækjunum fylgdu töflur til að blanda 1536 liti . Jón gat sett hálfan dropa af lit út í málninguna og fengið alveg nýja útkomu, þetta var galdri líkast. Eitthvað var talað um að þetta væri allt of dýr rekstur, bankinn var eitthvað órólegur og sendi sinn fulltrúa inn það var Jón Sigurðsson sem kom úr Miklagarði. Það eina sem breyttist var að Jón lét kaupa nýja tegund af klósettpappír, þennan gráa harða sem heitir KARIN. Valgerður hafði verið með mjúkan, bleikan, sá hét Kimberley Clark. Jón sagði að þetta sparaði 100 þúsund á mánuði. Annar Jón, Jón Óttar var nú kominn með svo mikla bíladellu að hann eyddi 100 þúsundum á mánuði í að endurbæta jeppa sem keyptur var fyrir auglýsingar í HEKLU. Fyrir utan þetta með stór hjól og brettakanta lét Jón setja 220 volta rafmagn í bílinn það var til að drífa afruglara sem sá sjónvarpstæki sem var uppi á mælaborðinu fyrir myndefni frá stöðinni. Í sjónvarpstækinu var líka video tæki sem fylgdi myndavél. Til að hægt væri að taka myndir á kvöldin voru settir sex 500w ljóskastarar á toppinn, við Brandur fórum upp í Gufunes að prófa eitt kvöldið. Þegar Brandur kveikti ljósin varð svo bjart inni í bílnum að ekkert sást út, á bílnum var topplúga úr glæru plasti, kastararnir voru fyrir aftan hana. Við skildum jeppan eftir fyrir utan bílaverkstæði Benna því ljósin voru fest með fimmkantlykli sem engin átti nema Benni. Morgunin eftir kom Brandur og sagði mæðulega: Nú fór illa ljósunum var stolið af jeppanum fyrir utan verkstæðið í nótt. Svo voru bara keypt ný og Benni hélt áfram að auglýsa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.