STÖÐ 2 X

xx 

,, Ég verð nú bara að segja það" . Steingrímur ráðherra var að halda ræðu þarna á bakvið við laumuðum okkur bak við þennan bráðabirgðavegg og vorum komin í veisluna og lentum við borð með Sæma Rokk sem var þarna fulltrúi fyrir Fischer sem var týndur einhvers staðar úti í heimi. Vinnan við skákmótið er eftirminnileg vegna þess hve góður andi sveif þarna yfir vötnum, þetta var eiginlega eins og risa stórt ættarmót. Keppendurnir virtust allir vera hinir bestu vinir. Spassky virtist vera orðinn slappur og gekk illa en annað kom á daginn undir lok mótsins, þá vann hann skyndilega sigur á einum sterkasta keppandanum, sigurinn olli því að Rússneskur keppandi sem gerður var út af flokknum átti ekki möguleika á verðlaunasæti. Með þessu kom í ljós að flestir keppendanna voru í sameiningu að hamra á kommunum.       Til að bjarga stöðinni og Hótel Íslandi var gerður samningur um beinar útsendingar frá hótelinu þrisvar í viku, á mánudagskvöldum áttu að vera réttarhöld með kviðdómi þar sem tekin voru fyrir ýmis álitamál ekki gekk þetta og lagðist samstarfið fljótlega af. Sjónvarpsefni verður seint fjöldaframleitt af einhverju viti. Jón Óttar  var ekki af baki dottinn. Hann réð bara í vinnu yfirkennara BBC í sjónvarpsfræðum, sá heitir Brian Phillips og kenndi okkur í tvær vikur. Ég skráði mig í alla tímana og var það býsna fróðlegt.

 Seinasta kvöldið átti að fara yfir fréttagerð, fréttamennirnir mættu ekki og ég fór að leita, fréttastofan var læst, ég barði þá opnaðist pínu rifa, einhver rödd sagði  ,,það er fundur". Málið var að fréttastjórinn hafði rekið einn fréttamanninn og hinir voru komnir í verkfall. Fyrr um daginn höfðum við verið að æfa auglýsingagerð þar sem ég lék ýmsa karaktera. Nú sagði Brian ,,Gestur þú verður bara að leika fréttamann" svo æfðum við bara fréttagerð, með hjóð og tökumönnum allt kvöldið. Það eru ekki margir Íslendingar sem lært hafa sjónvarpsfréttamennsku hjá BBC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkominn úr fríinu Gestur þú hefur örugglega haft það gott með þínu fólki,
ég er alla vega búin að hafa það æðislegt með fullt hús af mínu fólki,
veðrið bara æði. Á kvöldin sátum við úti á palli og sögðum sögur,
frá því að við vorum krakkarog uppúr mikið var hlegið, 
sérlega fannst barnabörnunum mínum gaman að heyra af barnabrekum okkar bræðra minna og mín.
alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín.      Kveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband