STÖÐ 2 IX

 

 Þegar Anna hafði lokið hönnuninni gerði ég vinnuteikningar af öllu saman og efnislista svo fengum við tilboð í verkið frá Sveinbirni Sigurðssyni sem var byggingameistari leikhússins. Mennirnir frá Sveinbirni eru þeir fljótustu smiðir sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Byrjuðu alltaf stundvíslega kl. átta og héldu áfram á fullri ferð til kl. fjögur þá fóru þeir heim. Stöðin hafði nýlega keypt stóran DAF sendibíl og fór hann á hverjum degi í Húsasmiðjuna eftir efni og kom drekkhlaðinn til baka. Sveinbjörn var með einhvern háskóla verkfræðing með sér í þessu og voru þeir með samning þar  sem greiðslur voru dagsettar. Einn daginn voru peningarnir ekki komnir kl. eitt og þá trylltist Sveinbjörn og sagðist hafa haldið að borgin ætlaði að borga þetta, sagði svo að þetta yrði allt stoppað ef ekki yrði borgað strax. Nú ég sagði bara Sveinbirni að ef hann stoppaði yrði hann að bæta það tjón sem af töfinni kynni að hljótast. Mennirnir byrjuðu að vinna og peningarnir komu, höfðu bara setið fastir í einhverri bankatölvu. 

Innréttingarnar voru allar úr svokölluðu mátkerfi sem við keyptum í Húsasmiðjunni. Hverri plötu var bara fest með fjórum heftum og  svo var innréttað með þeim í Lynghálsi þegar mótið var búið. Leigð voru skákborð og menn frá Belgíu í hverjum manni var örlítill sendir sem sendi merki ofaní borðið og þá sást stórum skjá fyrir ofan borðið hvernig leikið var, svo voru líka skjáir á öðrum stöðum í húsinu þar sem gestir gátu fylgst með. Frá Belgíu komu tveir menn til að setja búnaðinn upp. Mennirnir töluðu bara frönsku svo ekki skildist alltaf vel sem þeir sögðu.

 Daginn áður en mótið átti að byrja sögðust þeir vera búnir en samt var þetta ekki tilbúið.  Þegar málið var athugað kom í ljós að þetta voru uppsetningarmenn, fyrirtækið sem átti forritið sem stjórnaði þessu var í Bretlandi og enginn hafði talað við það.  Nú var allt í voða, mótið átti byrja eftir tvo daga og allt í klessu. Hannes J. hringdi í Tölvumyndir og spurði þá hvort þeir kynnu á svona, jú þeir útbjuggu eitthvað sem virkaði og dæmið gekk upp.

Að kvöldi fyrsta mótsdagsins settist á stól inni í veitngasalnum og hélt ég myndi bara deyja þar. Skyndilega birtist maður með bjórdós og glas, spyr hvort é sé ekki þyrstur. Þar var kominn Eyjólfur Jónsson sundkappi sem þarna var yfirdyravörður.  Orkan úr bjórnum dugði mér til að standa upp og komast heim.

Fínn karl Eyjólfur. Fínn karl Eyjólfur. Þegar mótið var komið í gang birtist verkfræðingurinn frá Sveinbirni og fór að tala um aukaverk sem þeir vildu fá greitt fyrir. Ég sagði manninum að það hefðu fallið niður nokkrir liðir samkvæmt upphaflegri áætlun og það væri svipað og viðbótin, þá dró maðurinn upp samninginn og sagði að við hann yrði að standa. Nú maðurinn fékk það svar að dómstólar væru til að skera úr ágreiningi sem yrði vegna samninga.    Verðlaunaafhending var í boði sem forsætisráðherran hélt á Hótel Sögu, þangað vorum við Björn K. boðnir ásamt konum okkar. Vegna þess hvað mikið hafði verið að gera hjá okkur vissum við ekki að það var búið að byggja nýja álmu við hótelið. Súlnasalurinn virtist vera horfinn, skyndilega heyrðum við kunnuglega rödd bak við ullarteppi sem strengt var yfir ganginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband