RANNSÓKNIR

 

Nú í nokkur ár hefir verið heilmikið talað um að flytja þurfi flugvöllinn í Reykjavík. Alveg hefir gleymst að athuga hvar nú er hægt að hafa þennan flugvöll . Flugmenn ýmsir hafa talað um að þessi og hinn staðurinn sé ómögulegur án þess að nokkrar mælingar hafi verið gerðar á veðurfari. Svo fannst staður og þá hafði gleymst að kaupa sérhæfð mælitæki til að mæla skýjahæð og munu nú líða mánuðir og jafnvel ár þar til mælingar geta hafist. Úti í Skerjafirði var einu sinni eyja sem sjórinn braut niður þegar örnefni urðu til virðist eitthað hafa verið eftir af eyjunni því einn serjaklasinn heitir hólmar. Efnið úr eyjunni er allt þarna á fjarðarbotninum og einfalt að ná því upp og gera úr því flugvöll. Til að hægt sé að búa eitthvað til þarf efni og oft spurning hvað mikið. Emil Jónsson var einu sinni vitamálastjóri, honum blöskraði hve veggirnir í vitunum voru hafðir þykkir og lét setja járnabindingu í veggina og gera þá 10 sentimetra þykka. Þetta gekk upp vitarnir standa allir enn óskemmdir. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur gerði svipað, byggði raðhús við Miklubraut með 10 sentimetra þykkum veggjum. Húsin standa enn ósprungin eftir 60 ár. Manni finnst stundum eins og byggingareglur séu samdar af sölumönnum byggingaefna.  Nú eru menn sem rannsaka lífið í sjónum og eru kallaðir fiskifræðingar. Leyfileg veiði virðist vera í öfugu hlutfalli við fjölda fræðinga. Þegar enginn fiskifræðingur var veiddu allir eins og þeir gátu og alltaf nógur fiskur.  Svo fór fiskifræðingar að skipta sér af þessu og þá fóru veiðistofnar að minnka. Það var nefnilega smáfiskadrápið sem þeir vildu hindra og svo átti stofninn að stækka. En nú fer þorskstofninn bara minnkandi. Áratugum saman var veitt mikið af þorski hér við land sem hvergi var skráður. Breskir togarar vildu lengi ekki hirða þorsk og létu hann bara renna út um lensportið. Í endurminningum sjómanna má oft lesa um veiðar sem snerust um það að hirða stærsta þorskinn og oft talað um Hvalbaksmið í því sambandi.  Garðyrkjumenn þekkja þetta vel ef bil milli plantna er of lítið veslast þær upp.  Óheftar togveiðar hér við land virðast hafa verið grisjun, í og með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband