FLUG til ÚTLANDA

 

 

Þegar ég var ungur maður (það er mjög langt síðan) tók flugið til Kaupmannahafnar  fimm tíma og farið frá Reykjavík. Farþegarnir mættu hálftíma fyrir brottför þannig að þetta tók allt fimm og hálfan tíma.  Nú er lagt af stað frá Reykjavík klukkan 05.15, flugið er svo kl 07.45 og tekur þrjá tíma svo það gera fimm og hálfan eins og þegar flugvélarnar flugu 450 km á klukkustund ,  en fara núna 900. Af hverju er ekki hægt að fljúga frá Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Gestur fimm og hálfan tíma plús frá vél inn í köpen. það urðu um sex tímar. Það er að segja ef hún kom á réttum tíma frá
U.S.A. það var nú ekki alltaf. Ég vann þarna, á besta vinnustað  ever Loftleiðum. þetta með flugið í dag þú getur farið á eigin bíl klukkutíma fyrir brottför, verið búin að tékka inn kvöldinu áður og gengið beint út í vél, það er að segja ef hún er á áætlun. Þá tekur ferðin í heild sinni fjóra og hálfan tíma. Hef líka unnið í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Takk fyrir fróðleg og skemmtileg skrif.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Æ ég gleymdi að svara þessu með að fljúga frá R.
Gestur hvernig heldur þú að það yrði í henni Reykjavík ef stóru fallegu vélarnar okkar lentu  þar ?
Það gengi aldrei upp. eitt er minn kæri að við sem erum orðin eldri enn ung, höfum nægan tíma
til að dóla okkur upp á völl ef við erum að fara erlendis. Hinir verða bara að vera á hundrað eins og þeir eru vanir.
Svo er hópurinn sem tekur einkaflug, Já það er nú eitt,  hleraði skondna sögu í gær, einkaflugmaður fékk kall í flug
London - Reykjavík. Þurfti að vera búin að  sækja manninn til London og koma honum  til R. fyrir átta um morguninn. Vélin var í R. flugmaðurinn í Keflavík. Hann keyrði til R. þurfti síðan að fljúga til Keflavíkur, taka  bensín þar. "Hversvegna" Jú það er ekki afgreitt bensín á R.velli eftir vissan tíma á kvöldin. hvað er eiginlega að. Er árið 2007 eða hvað?
                                                   Takk fyrir  og góðar stundir.

P.S. Býð eftir nýu bloggi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband