26.5.2007 | 09:23
SK'OLASAMEINING
Nú hafa skólastjórar Iðnskólans Í Reykjavík og Fjöltækniskólans fundið það út að heppilegt sé að sameina þessa skóla. Þessir skólar hafa ólík hlutverk og eru í raun á sitthvoru skólastiginu ef að er gáð. Í fimmtíu ár þurfti próf úr öðrum til að komast í hinn þ.e. úr Iðnskólanum í Vélskólann. Nú er allt í lagi með það að eitthvað sameinist, en til að svo geti orðið þurfa þeir sem ætla að sameina helst að eiga það sem sameina á. Um miðja þar seinustu öld hófst formlegt bóknám fyrir iðnnema í Reykjavík á vegum iðnmeistara. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnar svo formlega Iðnskóla árið 1904 og byggir fljótlega skólahús sem stendur á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Þarna á stóð skólinn og þróaðist í hálfa öld. Félagið átti og rak skólann sem kostaður var af skólagjöldum sem voru 75 kr. fyrir veturinn árið 1929 þegar skólinn var 25 ára. Yfirfært á nútíma verðlag eru þetta 75ooo kr, eða u.þ.b. 10% af því sem það kostar Ríkissjóð í byrjun 21. aldar að reka skólann. Nú kynni einhver að halda að þetta sé einhver gerviskóli, en það var ekki svo, þarna sátu þeir saman Halldór Laxness og Ásmundur Sveinsson og urðu menn á heimsmælikvarða seinna á ævinni. Trésmiðir lærðu að hanna hús og eru mörg af þessum eftirsóttu húsum í 101 Reykjavík verk nemenda úr Iðnskólanum. Ef markmið þessarar sameiningar á að minnka byrgðar okkar skattgreiðenda er einfaldast að eigandi skólans, Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur taki aftur við rekstrinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.