HEIÐUR

 

Með einhverjum dularfullum hætti varð ég félagi í Sjálfstæðisflokknum. Sennilega hefir það orðið vegna þess að pabbi minn tilheyrði s.k. flokksbroti Gunnars Thoroddsen. Vegna þessa gekk ég í Verkalýðsskóla flokksins og lærði þar margt gagnlegt.  Nokkrum árum síðar var skólastjórinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir fjársvik, hann er ennþá að vinna fyrir flokkinn.  Mál Árna Johnsen þekkja flestir.

Björgólfur Guðmundsson var dæmdur fyrir þjófnað í Hafskipsmálinu.

Svo var honum seldur landsbankinn fyrir slikk.

Nú segir sá mæti maður Björn Bjarnason að heiður flokksins sé meira en 55 milljóna virði.

Þá spyr ég: Hvaða heiður, er hann ekki horfinn?

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Við þurfum að fara að hittast í Öskjuhlíðinni...Kveðja.

Eyþór Árnason, 13.4.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband