SUKK

xx

   Seint á áttunda áratug seinustu aldar var DAGBLAÐIÐ að hasla sér völl, eitt af því sem blaðið tók á var fjármálamisferli. Björgólfur Guðmundsson var þá framkvæmdastjóri í dósaverksmiðju. Þegar ekki voru peningar í kassanum gaf hann bara út gúmmítékka en vinur hans úti í bæ gaf út annan gúmmara á Björgólf. Þriðji maður gaf svo út gúmmara á vin Björgólfs. Svona var kallað keðja. Sigurbjörn í Klúbbnum var búinn að prófa þetta og lenti á Litla Hrauni.Þegar bankinn stoppaði keðjuna, stoppaði dósaverksmiðjan og Björgólfur varð atvinnulaus. Fljótlega fékk hann svo vinnu hjá HAFSKIP, þar var þá aðalmaður Magnús Magnússon frá Höskuldarkoti. Einhverjir fundu út að Maggi hafði keypt skipafélagið fyrir peninga sem voru á leið til Reykjavíkur en komu bara við þarna í HAFSKIP. Magnús var kærður til lögreglu, rétt fyrir jól og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót. Til að komast heim yfir jólin, ákvað hann bara að hætta. Björgólfur varð svo forstjóri, lenti í verkfalli og taxtahruni. Hafskip fór á hausinn og löng málaferli sem enduðu með því að Björgólfur var dæmdur til nokkra mánaða fangelsisvistar fyrir að hirða öll verðbréf (Víxla, ávísanir og skuldabréf) sem hann fann á skrifstofu HAFSKIP áður en ann gekk út. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband